Upplýsingar um ábyrgð nettengdra myndavéla Canon

Allar nettengdar myndavélar Canon sem ættlaðar eru fyrir og keyptar innan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“ – það er að segja Evrópusambandið, Ísland, Liechtenstein, Noregur) ásamt Sviss, falla undir ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon. Canon ábyrgist það að ef nýja varan er talin vera gölluð innan gildandi ábyrgðartíma, verður leyst úr gallanum ókeypis (skilmálar og skilyrði gilda - sjá hér að neðan).

Ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon er samsett af mismunandi tilboðum varðandi þjónustu og tilboðið sem á við um þig ræðst af staðsetningu þinni; þegar þú keyptir vöruna og vöru sem þú hefur keypt. Tilboð um þjónustu eru sem hér segir:

  • • Eins árs ábyrgð - vara send til þjónustuaðila
  • • Þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila
  • • Þriggja ára ábyrgð - vöru skipt út á staðnum

Fyrir allar vörur utan gildandi skilmála ábyrgðar eða tímabils og varðandi skemmdir eða viðgerðir sem ekki falla undir ábyrgð, er gjaldskyld viðgerðarþjónusta í boði og er hægt að nálgast með því að skila vöru til hvaða viðurkennds þjónustuaðila nettengdra myndavéla Canon sem er.

Endurgjaldslausa ábyrgðarþjónustu er aðeins hægt að fá með því að framvísa upprunalegum vörureikningi/kassastrimli/kvittun fyrir kaupum sem gefin var út til endanlegs notanda. Canon áskilur sér rétt til að neita um ábyrgðarþjónustu ef þessar upplýsingar eru ekki fullkomnar eða hefur verið eytt eða breytt eftir upprunaleg kaup vörunnar af endanlegum notanda.

Yfirlit yfir algengar spurningar varðandi ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon


Sp: Hvaða ábyrgð á við um nettengdar myndavélar Canon sem keyptar eru innan Evrópu?

Sv: Allar nettengdar myndavélar Canon sem ættlaðar eru fyrir og keyptar innan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“ – það er að segja Evrópusambandið, Ísland, Liechtenstein, Noregur) ásamt Sviss, falla undir ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon.

Ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon er samsett af mismunandi tilboðum varðandi þjónustu og tilboðið sem á við um þig ræðst af staðsetningu þinni; þegar þú keyptir vöruna og vöru sem þú hefur keypt. Tilboð um þjónustu eru sem hér segir:

  • • Eins árs ábyrgð - vara send til þjónustuaðila
  • • Þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila
  • • Þriggja ára ábyrgð - vöru skipt út á staðnum

Vinsamlegast skoðið Skilmála og skilyrði í heild varðandi þessa ábyrgð.


Sp: Hvaða skjöl eru nauðsynleg til að gera kröfu um ábyrgðarviðgerð eða skipti vegna nettengdra myndavéla Canon?

Sv: Ef þú vilt sérstaklega biðja um ábyrgðarviðgerð eða skipti á staðnum undir ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon þá mun það alltaf vera nauðsynlegt fyrir þig (eða samþættiaðila kerfis) að láta Canon í té upprunalegu kvittunina (þ.mt kaupdegi) fyrir vöruna sem um ræðir.


Sp: Varan mín fellur undir ábyrgð - skila til þjónustuaðila, hvert á ég að senda hana ef hún bilar?

Sv: Ef varan þín fellur undir eins árs eða þriggja ára ábyrgð - skila til þjónustuaðila, þarft þú að senda vöruna til viðurkennds þjónustuaðila Canon og láta í té þína sönnun á kaupunum til að koma fram með kröfu sem fellur undir ábyrgðina.


Sp: Hver getur sett af stað ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar varðandi skipti á vöru á staðnum?

Sv: Annað hvort viðskiptavinurinn eða samþættiaðili hans getur sett ábyrgðina í gang eftir að galli finnst í vörunni. Skiptivaran verður send þegar búið að að greina gölluðu vöruna (með fyrirvara um skilmála og skilyrði í heild).


Sp: Við hvern hef ég samband til að gangsetja ábyrgð fyrir skipti á staðnum fyrir nettengdar myndavélar ef það kemur upp bilun í minni vöru?

Sv: Viðskiptavinir eða samþættiaðili þeirra ætti að hafa samband við viðkomandi staðbundið þjónustuveri (tengill á flipa Tengiliðir). Fyrsta stig stuðnings er veitt af AXIS Communications, sem mun fanga allar viðeigandi upplýsingar (þ.e. atriði bilunar) og framkvæma fyrsta stig rannsóknar á hugsanlega ástæðu. Ef bilunin er viðvarandi, mun AXIS Communications gera ráðstafanir til þess að þjónustuver Canon á öðru stigi muni hafa samband við viðskiptavininn eða samþættiaðilann. Ef bilunargreining er staðfest af hálfu Canon og þörf er á skipti á vöru, þá mun samskonar vara (eða betri vara) verða send.


Sp: Hve langan tíma mun það taka þar til skiptivaran er afhent?

Sv: Þar sem það er hægt verður skiptivaran látin í té daginn eftir að skipti eru staðfest eins og þörf er á veitt daginn eftir gengi er staðfest, þar sem slík bilunargreining er gerð fyrir klukkan 11:00 fyrir hádegi og eftir tvo daga þegar slík bilunargreining er staðfest eftir 11:00, um helgi eða á opinberum frídegi.


Sp: Hvert verður skiptivaran send?

A: Skiptivörur eru í boði fyrir afhendingu annaðhvort til samþættiaðila eða beint til viðskiptavinarins (í því tilfelli þar sem viðskiptavinurinn hefur tæknilega þekkingu til að framkvæma uppsetningu).


Sp: Hvað gerist eftir að skiptivaran er móttekin?

Sv: Eftir að hafa fengið skiptivöruna í hendur þá er samþættiaðilinn eða viðskiptavinurinn ábyrgur fyrir því að tryggja að gölluðu vörunni sé skilað til Canon. Miðar með flutningsfyrirmælum verða látnir í té fyrir gölluðu vöruna. Hafa verður samband við flutningsaðilann til að gera ráðstafanir til að sækja gölluðu vöruna innan fimm daga. Undir venjulegum kringumstæðum er sendingarkostnaður greiddur af Canon.


Sp: Hver er ábyrgur fyrir að fjarlægja gallaða vöru fyrir nettengdar myndavélar og setja upp skiptivöruna?

Sv: Canon mun ekki bera ábyrgð á að fjarlægja upprunalegu vöruna né uppsetningu skiptivörunnar. Þetta er á ábyrgð viðskiptavinarins eða samþættiaðila hans.

Feedback

Please help us improve our service by completing a short survey based on your experience of the Canon Support website.

Complete the survey No, thank you