Upplýsingar um ábyrgð nettengdra myndavéla Canon

Allar nettengdar myndavélar Canon sem ættlaðar eru fyrir og keyptar innan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“ – það er að segja Evrópusambandið, Ísland, Liechtenstein, Noregur) ásamt Sviss, falla undir ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon. Canon ábyrgist það að ef nýja varan er talin vera gölluð innan gildandi ábyrgðartíma, verður leyst úr gallanum ókeypis (skilmálar og skilyrði gilda - sjá hér að neðan).

Ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon er samsett af mismunandi tilboðum varðandi þjónustu og tilboðið sem á við um þig ræðst af staðsetningu þinni; þegar þú keyptir vöruna og vöru sem þú hefur keypt. Tilboð um þjónustu eru sem hér segir:

 • • Eins árs ábyrgð - vara send til þjónustuaðila
 • • Þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila
 • • Þriggja ára ábyrgð - vöru skipt út á staðnum

Fyrir allar vörur utan gildandi skilmála ábyrgðar eða tímabils og varðandi skemmdir eða viðgerðir sem ekki falla undir ábyrgð, er gjaldskyld viðgerðarþjónusta í boði og er hægt að nálgast með því að skila vöru til hvaða viðurkennds þjónustuaðila nettengdra myndavéla Canon sem er.

Endurgjaldslausa ábyrgðarþjónustu er aðeins hægt að fá með því að framvísa upprunalegum vörureikningi/kassastrimli/kvittun fyrir kaupum sem gefin var út til endanlegs notanda. Canon áskilur sér rétt til að neita um ábyrgðarþjónustu ef þessar upplýsingar eru ekki fullkomnar eða hefur verið eytt eða breytt eftir upprunaleg kaup vörunnar af endanlegum notanda.

Skilmálar og skilyrði ábyrgðar fyrir nettengdar myndavélar Canon


Allar nettengdar myndavélar Canon sem ættlaðar eru fyrir og keyptar innan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“ – það er að segja Evrópusambandið, Ísland, Liechtenstein, Noregur) ásamt Sviss, falla undir ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon. Canon ábyrgist það að ef nýja varan er talin vera gölluð innan gildandi ábyrgðartíma, verður leyst úr gallanum ókeypis (skilmálar og skilyrði gilda).


Ábyrgð fyrir nettengdar myndavélar Canon er samsett af mismunandi tilboðum varðandi þjónustu og tilboðið sem á við um þig ræðst af staðsetningu þinni; þegar þú keyptir vöruna og vöru sem þú hefur keypt. Tilboð um þjónustu eru sem hér segir:

 • Eins árs ábyrgð - vara send til þjónustuaðila: Þar sem varan var keypt ný innan EES eða Sviss FYRIR 1. janúar 2012, eða landið er ekki gjaldgengt fyrir þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila (RTB) eða þriggja ára ábyrgð - skipt á staðnum, þá er eins árs ábyrgð - vara send til þjónustuaðila í gildi. 'Eins árs ábyrgð - vara send til þjónustuaðila' gerir ráð fyrir að skila vörunni á kostnað viðskiptavinarins, innan eins árs frá kaupdegi (sönnunar á kaupum er krafist), til viðurkennds þjónustuaðila Canon til skoðunar. Þar sem það á við mun viðurkenndur þjónustuaðili Canon gera við eða skipta vörunni út. Skiptivara getur annaðhvort verið ný eða endurnýjuð. Þarfnist varan viðgerðar samkvæmt ábyrgðarskilmálum á fyrsta ári, mun Canon bera kostnað vegna íhluta og vinnu og sendingar til baka.

 • Þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila: Þar sem viðeigandi vara var keypt ný innan EES eða Sviss EFTIR 1. janúar 2012, (eða 1. janúar 2016 varðandi Eistland, Lettland og Litháen) er þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila í gildi í löndum sem við eiga. ‘Þriggja ára ábyrgðin - vara send til þjónustuaðila’ er í boði með sömu skilmálum og fram koma hér að ofan en í þrjú ár frá kaupdegi (þörf er á staðfestingu á kaupum).

 • Þriggja ára ábyrgð - skipt á staðnum: Innan landa sem við á, fyrir viðeigandi nýjar vörur sem keyptar voru nýjar innan EES eða Sviss EFTIR 1. janúar 2012, (eða 1. janúar 2016 varðandi Eistland, Lettland og Litháen) er þriggja ára ábyrgð - skipt á staðnum tiltæk. Samkvæmt ‘þriggja ára ábyrgðinni - skipt á staðnum’, mun Canon láta í té skiptivöru til notandans eða samþættingaraðila í kjölfar greiningar á gölluðum hlut. Skiptivara getur annaðhvort verið ný eða endurnýjuð. Endanlegur notandi eða samþættingaraðili kerfis mun vera ábyrgur fyrir því að tryggja að gallaðri nettengdri myndavél sé skilað til Canon við móttöku á skiptivöru. Ef gallaðri vöru er ekki skilað eða gallinn er talin vera af völdum einhvers sem ekki fellur undir ábyrgð, áskilur Canon sér rétt til að endurheimta skiptihlutinn og/eða kostnað frá endanlegum-notanda eða samþættingaraðila kerfis.

Fyrir allar vörur utan gildandi skilmála ábyrgðar eða tímabils og varðandi skemmdir eða viðgerðir sem ekki falla undir ábyrgð, er gjaldskyld viðgerðarþjónusta í boði og er hægt að nálgast með því að skila vöru til hvaða viðurkennds þjónustuaðila nettengdra myndavéla Canon sem er.

Endurgjaldslausa ábyrgðarþjónustu er aðeins hægt að fá með því að framvísa upprunalegum vörureikningi/kassastrimli/kvittun fyrir kaupum sem gefin var út til endanlegs notanda. Canon áskilur sér rétt til að neita um ábyrgðarþjónustu ef þessar upplýsingar eru ekki fullkomnar eða hefur verið eytt eða breytt eftir upprunaleg kaup vörunnar af endanlegum notanda.

 1. 1. Þessi ábyrgð gildir fyrir eitt eða þrjú ár, sem fer eftir kaupdegi fyrir notendur og uppsetningarstað eins og lýst er hér að ofan. Fyrir vörur uppsettar í löndum þar sem þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila eða þriggja ára ábyrgð - skipt á staðnum er ekki enn í boði, gildir eins árs ábyrgð - vara send til þjónustuaðila.

 2. 2. Þessi ábyrgð er aðeins gild fyrir nettengdar myndavélavörur Canon sem ætlaðar eru fyrir og keyptar innan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“ – það er að segja Evrópusambandið, Ísland, Liechtenstein, Noregur) ásamt Sviss.

 3. 3. Viðeigandi ábyrgðarþjónusta er aðeins veitt af hálfu viðurkennds þjónustuaðila Canon og skal fara fram á eftirfarandi hátt:
  • a. Ábyrgð - vara send til þjónustuaðila: Senda skal vöruna til viðurkennda þjónustuaðila Canon. Þar sem það á við mun viðurkenndur þjónustuaðili Canon gera við eða skipta vörunni út. Skiptivara getur annaðhvort verið ný eða endurnýjuð. Þarfnist varan viðgerðar samkvæmt ábyrgðarskilmálum á fyrsta ári, mun Canon bera kostnað vegna íhluta og vinnu og sendingar til baka.
  • b. Ábyrgð - skipt á staðnum: Koma ætti á skiptum á vöru að tilstuðlan samþættingaraðila kerfis eða beint að tilstuðlan staðbundins þjónustuborðs (- sjá upplýsingar um tengiliði). Þar sem það á við mun viðurkenndur þjónustuaðili Canon skipta vörunni út. Skiptivara getur annaðhvort verið ný eða endurnýjuð. Sé þörf á að skipta út vörunni á ábyrgðartíma, er kostnaður við flutning á skiptitæki frá viðurkenndum þjónustuaðila Canon og aftur til baka á gölluðu einingunni greiddur af Canon.
 4. 4. Varðandi vörur sem við á og keyptar innan EES eða Sviss, er þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila eða þriggja ára ábyrgðarþjónusta - skipt á staðnum nú fáanleg í eftirfarandi löndum: Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi*, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Írlandi, Ítalíu, Lettlandi*, Litháen*, Luxemburg, Hollandi, Noregi, Póllandi, Portúgal, Slóvakíu, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi.

  *Aðeins fyrir nettengdar myndavélar Canon keyptar eftir 1.1.2016

 5. 5. Aðeins innan viðkomandi landa falla eftirfarandi nettengdar myndavélar undir þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila: VB-C300; VB-C500D og VB-C500VD

 6. 6. Aðeins innan viðkomandi landa falla eftirfarandi nettengdar myndavélar undir þriggja ára ábyrgð - skipt á staðnum:
  • a.VB-C -lína: VB-C60 og VB-C60B
  • b.VB-H -lína: VB-H41; VB-H41B; VB-H43; VB-H610D; VB-H610VE; VB-H630D; VB-H630VE; VB-H651V; VB-H651VE; VB-H652LVE; VB-H710F; VB-H730F; VB-H751LE; VB-H760VE og VB-H761LVE
  • c.VB-M -lína: VB-M40; VB-M40B; VB-M42; VB-M50B; VB-M600D; VB-M600VE; VB-M620D; VB-M620VE; VB-M640V; VB-M640VE; VB-M641V; VB-M641VE; VB-M700F; VB-M720F; VB-M740E og VB-M741LE
  • d.VB-R -lína: VB-R10VE; VB-R11; VB-R11VE; VB-R12VE; VB-R13 og VB-R13VE
  • e.VB-S -lína: VB-S30D; VB-S31D; VB-S800D; VB-S805D; VB-S900F og VB-S905F
 7. 7. Ábyrgð Canon á nettengdum myndavélum (hvort sem það er eins árs ábyrgð - vara send til þjónustuaðila; þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila eða þriggja ára ábyrgð - skipt á staðnum) ábyrgist ekki eftirfarandi:
  • - Reglulegt eftirlit, viðhald og viðgerðir eða skipti á hlutum vegna eðlilegs slits
  • - Neinn hugbúnað.
  • - Íhluti sem slitna (t.d. PTRZ tæknihlutir í VB-M600VE, VB-M600D, VB-H610VE og VB-H610D eða þrepamótorar og rennihringir í VB-R11VE, VB-R10VE og VB-R11) falla ekki undir þessa ábyrgð. 
  • - Galla sem koma til vegna breytinga sem eru gerðar án samþykkis Canon.
  • - Kostnað þjónustuveitenda við að gera einhverjar aðlögun eða breytingar á vöru sem eru nauðsynlegar fyrir einstök lönd vegna tækni- eða öryggisstaðla eða forskrifta eða öðrum kostnaði til að aðlaga vöruna vegna hvers konar tæknilýsinga sem hafa breyst frá afhendingu vöru.
  • - Skemmdir sem stafa af því að vara er ekki í samræmi við sérstakar kröfur lands eða forskriftir í öðru landi en því landi sem kaup voru gerð.
 8. 8. Ábyrgð Canon á nettengdum myndavélum (hvort sem það er eins árs ábyrgð - vara send til þjónustuaðila; þriggja ára ábyrgð - vara send til þjónustuaðila eða þriggja ára ábyrgð - skipt á staðnum) gildir ekki ef skemmdir eða gallar eru af völdum:
  • - Óviðeigandi notkunar, óhóflegrar notkunar, meðhöndlunar eða notkun vörunnar sem um getur í handbókum notenda eða rekstraraðila og/eða viðeigandi skjölum notandi, þ.mt án takmörkunar, rangrar geymslu, falls, óhóflegs hristings, tæringar, óhreininda, vatns- eða sandtjóns.
  • - Viðgerða, breytinga eða hreinsunar sem framkvæmdar voru á þjónustumiðstöð sem ekki var með vottun Canon.
  • - Notkunar á varahlutum, hugbúnaði eða rekstrarvörum sem ekki eru í samræmi við vöruna.
  • - Tengingar á vörunni við búnað sem er ekki samþykktur fyrir tengingu við Canon.
  • - Ófullnægjandi pökkunar vörunnar þegar hún var send til baka til viðurkenndrar þjónustumiðstöðvar Canon.
  • - Slysa eða hamfara eða einhverra ástæðna utan áhrifasviðs Canon, þar á meðal en ekki takmarkað við eldingar, vatn, eld, opinberar truflanir og óviðeigandi loftræstingu.
 9. 9. Þar sem ábyrgð með skipti á hlutum á staðnum á við og staðfest að skiptihlutar er krafist af Canon, munum við leitast við að láta í té skiptieiningu 'næsta dag'. ‘Næsta dag’ þýðir hvar sem hægt er að vara til útskiptingar verður látin í té annað hvort:
  • - Næsta vinnudag ef krafa um skipti er staðfest af Canon fyrir 11:00 fyrir hádegi að íslenskum tíma (fyrir utan helgar og á almennum frídögum).
  • - Innan tveggja vinnudaga ef krafa um skipti er staðfest af Canon eftir 11:00 að íslenskum tíma (fyrir utan helgar og á almennum frídögum).
 10. 10. Canon kann gera við eða skipta út Canon-vörum með nýjum eða uppgerðum hlutum eða vörum í jafngildi nýrra hvað varðar frammistöðu og áreiðanleika. Uppgerðir hlutir eða vörur verða því aðeins notaðir ef það er leyfilegt að gera það samkvæmt lögum lands þar sem ábyrgð er beitt.

 11. 11. Það er alfarið á ábyrgð viðskiptavinar að taka afrit og vista allar hugbúnaðarskrár og forrit áður viðgerð fer fram og til að endurheimta það sama eftir slíka viðgerð.

 12. 12. Canon tekur enga ábyrgð á neinum öðrum kröfum, þar á meðal, en ekki takmarkað við, tap á upptöku miðla og tap á gögnum o.fl., sem ekki er sérstaklega tekið fram í þessari ábyrgð. Þegar vöru er skilað vegna ábyrgðarþjónustu, vinsamlegast pakkið henni mjög vel, vátryggið hana, látið fylgja sölureikning, leiðbeiningar varðandi viðgerðir og (ef við á) upptökumiðil með myndum sem teknar voru af vörunni þar sem hún er geymd. Þessi ábyrgð hefur ekki áhrif á lögbundin réttindi neytandans samkvæmt gildandi ákvæðum landslaga í gildi, né á réttindi neytandans gagnvart söluaðila sem koma upp vegna sölu-/kaupsamnings.

 13. 13. Ef engin gildandi landslög eru til staðar sem veita aukin réttindi, er þessi ábyrgð alfarið eina úrlausnin og Canon skal ekki vera ábyrgt fyrir hvers konar tilfallandi eða afleidds tjóns vegna brota á eindregnar né óbeinnar ábyrgðar á þessari vöru.

 14. 14. Öll ábyrgð sem lýst er hér er í boði af hálfu Canon Europa NV Bovenkerkerweg 59, Amstelveen 1185 XB, Hollandi og veitt í gegnum aðstöðu viðurkenndra þjónustuaðila.

 15. 15. Ekkert sem hér kemur fram hefur þó áhrif á lögbundin rétt þú kannt að hafa og gildir samkvæmt þínum landslögum.

Feedback

Please help us improve our service by completing a short survey based on your experience of the Canon Support website.

Complete the survey No, thank you